Fyrir nokkru áttum ég og vinnufélagi minn hjá OR erindi upp á Akranes í þeim tilgangi að kynna okkur verklega starfsemi fyrirtækisins þar og þær framkvæmdir sem við erum smám saman að bæta inn á eftirlitskerfi okkar í vinnunni. Við fengum prýðilega góða leiðsögn hjá svæðisstjóranum um hina ýmsu þætti starfseminnar, hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu.
Þar sem við vorum úti á berangri að skoða ofan í nýjan fráveitubrunn, varð mér á orði að spyrja svæðisstjórann að því hvort ekki væri næðingssamt hérna? Ekki stóð á svarinu:
„Ég get svarið það sannleikanum samkvæmt, að hér blaktir aldrei hár á höfði“ svaraði hann um leið og hann strauk sér um sköllótt höfuðið!
mánudagur, nóvember 02, 2009
2. nóvember 2009 - Hér blaktir aldrei hár á höfði!
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:16
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli