Eins og það fólk sem þekkir mig veit, þá er of hátt af svölunum hjá mér og niður á jörðina og því komast kisurnar mínar ekki út af sjálfsdáðum, heldur verða að fá fylgd niður stigana þar sem opna verður fyrir þeim útidyrnar.
Í morgun átt Hrafnhildur ofurkisa þá helstu þrá að komast út í náttúruna og mér fannst sjálfssagt að verða við bón hennar, fylgdi henni niður stigann og opnaði út í garð. Hún hljóp út og komst að því að það var rigning úti, sneri við og kom inn aftur. Það hlyti að vera miklu betra veður götumegin og hún hljóp að dyrunum að aðalinngangnum. Ég opnaði fyrir henni og hún hljóp út, fann að það var líka rigning þeim megin og flýtti sér inn aftur. Önnur tilraun garðmegin og aftur götumegin. Loks ákvað hún að hrista af sér óttann við regndropana og fór út í garðinn og enn einhversstaðar þarna úti. Ég er hinsvegar búin að fá hreyfingu dagsins í tilraunum mínum við að þjóna kettinum.
Mikið skelfing er stundum erfitt að eiga við kött sem þjáist af valkvíða
mánudagur, nóvember 02, 2009
2. nóvember 2009 - Köttur með valkvíða
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 14:55
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli