mánudagur, apríl 16, 2007

16. apríl 2007 – Kunna alþingismenn ekki að keyra?

Það þykir góður siður að gefa stefnuljós og aka eftir aðstæðum. Ég held að ég megi fullyrða að meirihluti almennings sé sammála mér, þó síst unglingar og alþingismenn.

Frægt er dæmið af Seingrími Jóhanni “umhverfisverndarsinna” er hann endastakkst í Bólstaðarhlíðarbrekkunni fyrir rúmu ári á tveggja tonna jeppanum sínum. Ég legg hinsvegar engan trúnað á þá sögu gárunganna að Steingrímur hefði fyrst hringt í fréttastofur áður en hann hringdi í neyðarlínuna. Einhverntímann heyrði ég að bifreið Valgerðar Sverrisdóttur hefði eyðilagst í Skagafirði fyrir einhverjum árum. Sömuleiðis veit ég ekkert um tilurð þess slyss, hvort Valgerður hafi verið í bílnum eða hvort bílstjórinn hafi verið í sérstökum erindum?

Fyrir fáeinum dögum eyðilagði Einar Kr. Guðfinnsson bílinn sinn á svipuðum slóðum og bíll Valgerðar átti að hafa eyðilagst (það mætti ætla að róttæklingar væru í Skagafirði), en á sunnudag tókst Kristni H. Gunnarssyni að lenda utanvegar á sínum jeppa. Kunna þessir menn ekki að keyra?

Ef satt er með Valgerði, þá hafa þingmenn allra stjórnmálaflokka sem nú eiga sæti á Alþingi nema Samfylkingar, lent í umferðarslysum á kjörtímabilinu. Ég er að velta fyrir mér hvort ekki sé tími til kominn að alþingismenn verði prófaðir í ökuleikni áður en þeir taka sæti á Alþingi eftir kosningar?

-----oOo-----

Svo er ávallt ánægjulegt tl þess að vita að Magga smókur Friðriksdóttir í Amalíenborg er komin í tölu löggildra gamalmenna, en hún er 67 ára gömul í dag.


0 ummæli:







Skrifa ummæli