sunnudagur, janúar 25, 2009

25. janúar 2009 - Vilhjálm Bjarnason í Fjármálaeftirlitið

Mig langar til að byrja á því að þakka Björgvin Sigurðssyni fyrir að axla sína ábyrgð á ástandi mála með afsögn sinni. Um leið og hann tók þá ákvörðun að segja af sér leysti hann forstjóra Fjármálaeftirlitsins frá störfum og opnaði þar með á lausn annars vandamáls sem uppstokkun þeirrar mistæku stofnunar.

Ég veit ekkert hvort eða hvar Vilhjálmur Bjarnason stendur í pólitík. Mér er líka alveg sama. Miðað við fjölmörg viðtöl sem birst hafa við hann í vetur, held ég að hann sé rétti maðurinn í embætti forstjóra Fjármálaeftirlitsins á meðan verið er að rétta af bankakerfið og eyða þeirri spillingu sem hefur átt sér stað í íslensku efnahagslífi.


0 ummæli:







Skrifa ummæli