föstudagur, janúar 30, 2009

30. janúar 2009 - Ég skal borga ef.....!

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins var greint frá því að kostnaður við þrif á Alþingishúsi og stjórnarráði eftir mótmælin að undanförnu skipti mörgum milljónum. Það skil ég mjög vel, en velti því fyrir mér hvort rétt sé að krefja þessa örfáu sem náðust um allann skaðann.

Sjálf mætti ég nokkrum sinnum á Austurvöll og hefi einnig mætt við stjórnarráðið til mótmæla. Því er eðlilegt að deila kostnaðinum á alla sem voru á staðnum, en þó ekki fyrr en sauðirnir sem voru, og eru enn, fyrir innan dyrnar verða búnir að endurgreiða okkur billjónina sem þeir náðu af okkur með sofandahætti sínum, en þó aðallega með auðmýkt sinni og stuðningi við nýfrjálshyggjuna sem olli þessum stærsta þjófnaði Íslandssögunnar.

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item248624/


0 ummæli:







Skrifa ummæli