Í morgun heyrði ég á einhverri útvarpsstöðinni, tal mikils gáfumennis sem fann Evrópusambandsaðild allt til foráttu.
Eitthvað fannst mér ég kannast við röddina í umræddu gáfumenni. Smám saman rann upp fyrir mér að hér var kominn fyrrverandi flokksbróðir minn, mikill fjármálaspekúlant þótt hann hafi löngum verið seinheppinn í stjórnarstörfum sínum á sviði fjármála.
Umræddur harður andstæðingur Evrópusambandsins er nefnilega í núverandi bankaráði Seðlabankans og því samábyrgur hruni íslenska fjármálakerfisins, en á árum áður var hann fjármálaráðherra þegar verðbólgan fór upp í 80%.
Mér finnst að Ragnar Arnalds ætti að snúa sér að öðrum þáttum mannlífsins en fjármálum.
þriðjudagur, janúar 06, 2009
6. janúar 2009 - Gáfumenni talar
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 10:33
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli