sunnudagur, apríl 12, 2009

12. apríl 2009 - Mary Poppins

Það mætti ætla að ég sé orðin meiri veimiltíta en á árum áður, en á laugardagskvöldið sat ég sem límd yfir 45 ára gamalli kvikmynd sem ég hafði séð oftar en einu sinni sem barn og tvisvar eða þrisvar áður á fullorðinsaldri, kvikmynd þar sem ég þekkti söguþráðinn ágætlega, en gat ekki slitið mig frá henni fyrr en henni lauk.

Ég viðurkenni alveg að ýmsar hugmyndir fóru í gegnum huga minn meðan á sýningu myndarinnar stóð í sjónvarpinu og þá held ég að Sigurjón Þ. Árnason komist seint með tærnar þar sem bankamaðurinn George Banks í kvikmyndinni Mary Poppins var með hælana, hvort heldur er í sönglist eða sporlipurð.

Ekki veit ég hvort það er merki um kreppuhugsun að hafa gaman af þessari gömlu barnamynd um bankastjóra sem kvæntur er róttækum femínista og með göldrótta barnfóstru eða hvort það er merki um þrá til fortíðar og barnæsku þegar árin eru byrjuð að færast yfir mig.


0 ummæli:







Skrifa ummæli