föstudagur, apríl 17, 2009

17. apríl 2009 – Um stjórnlagafrumvarpið

Í morgun hrósuðu sér íhaldsmenn yfir því að hafa unnið fullnaðarsigur í deilunni um stjórnarskrána. Það er að vísu rétt að þeim tókst að tefja stjórnarskrárfrumvarpið um einhver þing, en rétt eins og valdaflokki fyrri hluta tuttugustu aldarinnar tókst ekki að koma í veg fyrir kjördæmabreytinguna 1959 sem þýddi fall Framsóknarflokksins, þá mun valdaflokki síðari hluta tuttugustu aldarinnar ekki takast að fresta stjórnarskránni til enda veraldar. Þvert á móti mun málþóf Sjálfstæðismanna og þumbaraháttur þeirra nokkrum dögum fyrir kosningar einvörðungu verða til enn frekari fækkunar atkvæða þeim til handa í kosningum.

Sjálf hefði ég kosið að Alþingi færi ekki heim fyrr stjórnarskrármálinu yrði lokið, en úr því ekki má læsa þingmenn inni á meðan þeir ljúka þessu máli, þá verða þeir sjálfum sér að fíflum og Alþingi til minnkunar með málþófinu. Með þessu hafa Sjálfstæðismenn sýnt sitt rétta andlit og hver virðing þeirra er fyrir lýðræðinu.


0 ummæli:







Skrifa ummæli