sunnudagur, júní 17, 2007

17. júní 2007 - Hvað er Al Qaida?

Þegar búið er að ná innstu fylgsnum glæpa- eða hryðjuverkasamtaka ætti eftirleikurinn að vera auðvelur að ganga á milli bols og höfuðs samtökunum og gera þau óstarfhæf. Nú þegar bandaríski herinn er búinn að ná húsakynnum Al Qaida norður af Bagdað ætti að vera auðvelt fyrir Kanann að klára verkið og halda heim á leið. Eða er frétt Morgunblaðsins um leit í húsakynnum Al Qaida kannski bara óskhyggja þeirra sem stjórna innrásarher Bandaríkjanna í Írak?

Ég heyrði einhverntímann þá skilgreiningu á Al Qaida frá mér vitrara fólki þar sem því var haldið fram, að Al Qaida væri ekki annað en laustengt tengslanet mikils fjölda heittrúarsamtaka múslíma sem oft hafa lítið sem ekkert samband á milli sín. Það er því erfitt að benda á einn hóp og segja að þar fari Al Qaida þegar hópurinn hefur sáralítið sameiginlegt við aðra hópa múslíma annað en hatur á innrásarher Bandaríkjanna. Um leið er viðbúið að um leið og búið er að uppræta einn hóp spretti aðrir hópar upp eins og gorkúlur eða kannski eins risinn Argus sem bjó yfir þeim eiginleika að um leið og höfuðið var höggvið af honum spruttu tvö ný í staðinn.

Rétt eins og ég þurfti að kalla til mér vitrara fólk til að skilgreina Al Qaida, verð ég sömuleiðis að kalla mér vitrara fólk til að skera Bandaríkin úr þeirri snöru sem þau hafa komið sjálfum sér í.

-----oOo-----

Svo fær Jóhann Gíslason fyrrum yfirvélstjóri hjá Eimskip hamingjuóskir með sjötugsafmælið í dag, 17. júní.


0 ummæli:







Skrifa ummæli