miðvikudagur, júní 27, 2007

27. júní 2007 - II - 27. júní er góður dagur!

27. júní 1921 var Elliðaárstöð í Reykjavík vígð og þar með hélt nútíminn formlega innreið sína í Reykjavík. Því er 27. júní góður dagur fyrir Reykvíkinga.

27. júní 1996 fengu samkynhneigðir ýmis réttindi sem þeir höfðu ekki haft áður og tíu árum síðar voru réttindi þeirra færð enn nær réttindum annarra þjóðfélagshópa. Þvi er 27. júní einnig góður dagur fyrir samkynhneigða.

27. júní 2007 hætti Tony Blair sem forsætisráðherra Englands, að vísu rúmum fjórum árum of seint. Það breytir ekki því að hann er hættur og hann hætti í dag. Því er 27. júní góður dagur fyrir friðarsinna um allan heim.


0 ummæli:







Skrifa ummæli