föstudagur, ágúst 03, 2007

3. ágúst 2007 - Á ég að hætta að kvarta?

Með því að Mannlíf birti launin mín fyrir árið 2006 í tekjublaðinu er ljóst að ekki þýðir lengur að vera með kvartanir, að minnsta kosti ef borið er saman við karlana sem eru á sama lista. Það er hinsvegar mjög erfitt að keppa við heimavinnandi “húsmæður” um hlunnindin af því að vera heima.

Með því að Mannlíf birti tekjurnar get ég með góðri samvisku sleppt því að telja fram á blogginu eins og einn krafðist. Um leið fæ ég á tilfinninguna að svona birting sé ekki alvond. Ég fæ til dæmis á tilfinninguna að ég sé einhvers virði í samfélaginu. Eins og ég hefi áður bent á, undirritaði ég einhverntímann einhverja trúnaðaryfirlýsingu sem meinar mér að gefa upp launin mín, en þá er bara að rölta út í búð og kaupa Mannlíf eða þá að skoða bloggið hennar Guðríðar Haraldsdóttur .

Svo sé ég líka að forstjórinn er með meira en fjórfaldar tekjur mínar á mánuði og því spurning um að krefjast launaleiðréttingar!


0 ummæli:Skrifa ummæli