miðvikudagur, ágúst 08, 2007

8. ágúst 2007 - Lánið leikur við Þórð.


Ekki veit ég hvað Þórður sjóari er að kvarta yfir sænsku stúlkunni sem er yfirmaður hans. Hann vælir eins og kelling af því einu að fararstjórinn hans er kona. Eða sé ég votta fyrir pínulítilli öfund?


Karin Stahre-Janson frá Strömstad á landamærum Svíþjóðar og Noregs er skipstjóri á skemmtiferðaskipinu Monarch of the Seas, 74,000 tonna og 268 metra löngum dalli með 850 manna áhöfn og pláss fyrir 2744 farþega. Næstráðandi hennar og aðstoðarkapteinn um borð er Íslendingurinn og göngufélagi minn Þórður.

Karin er 38 ára gömul eða jafngömul Þórði og bæði hafa þau gaman af að geysast um á mótorfákum þegar þau eru í landi og mér virðist í fljótu bragði hún vera ógift eins og Þórður. Allavega sé ég hvergi getið um maka eða börn. Spurningin er bara hvort Þórður þurfi ekki að skella sér á köfunarnámskeið þegar hann kemur heim í frí til að standa jafnfætis Karin í sportinu.


Nema auðvitað að Karin hafi fengið hærri sekt síðast þegar þau voru í landi og fóru saman í hjólatúr. Hvað veit ég? Allavega er Þórður öfundsverður af svona myndarlegum yfirmanni.


0 ummæli:Skrifa ummæli