laugardagur, desember 24, 2005

24. desember 2005 - Gleðileg jól

Eins og alþjóð ætti að vera kunnugt á þessari stundu, þá eignaðist ég þessi líka fínu leðurstígvél í gærkvöldi og að sjálfsögðu setti ég þau út í glugga í nótt. Og sjá, minn kæri jóli kom eftir að ég sofnaði og laumaði þessum líka dýrindis Glenna í skóinn minn, 21 árs gömlum. Þetta var líka þessi indæli jólasveinn sem veitir okkur birtu og yl, sjálfur Kertasníkir.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.


0 ummæli:Skrifa ummæli