þriðjudagur, desember 27, 2005

27. desember 2005 - Blaut jól

Fyrir jólin var mikið þráttað um hvort yrðu hvít jól eða rauð jól og nú sér hver sannleikann. Jólin voru blaut.

Það hafði verið ágætis veður fyrrihluta aðfangadags, en þá fór að rigna og á aðfangadagskvöld var vart stætt á sumum bílastæðum vegna blautrar hálkunnar, sérstaklega í efri byggðum. Þegar Veðurstofan framkvæmdi sína hefðbundnu mælingu á lit jólanna á jóladag klukkan níu voru jólin rennblaut og ekki sást snjókorn neinsstaðar. Um eftirmiðdaginn fór að snjóa.

Er ég leit út á annan dag jóla höfðu börn búið sér til snjókarla í garðinum á milli húsa hér í Hraunbænum. Snjórinn var blautur og gott að búa til snjókarla úr honum. Um kvöldið skrapp ég í hús og auðvitað hellirigndi á mig rétt eins og á aðfangadagskvöld.

Hvað hefur íslenska þjóðin gert af sér sem verðskuldar þessa refsingu Guðs og jólasveinanna? Eru þeir kannski að mótmæla biskupnum? Eða er Almættið kannski að hindra för feita kókakólakallsins en sá ku ferðast um á hreindýrasleða og drekka negrapiss í öll mál. Eitt er þó víst. Ég er alsaklaus af þessum veðrabrigðum.


0 ummæli:Skrifa ummæli