föstudagur, desember 12, 2008

12. desember 2008 - Nákvæmur veðurfræðingur

Á fimmtudag var ég að hlusta á viðtal á einhverri útvarpsstöðinni við einhvern veðurfræðing sem var að vara við miklu hvassviðri á fimmtudagskvöldið. „Veðrið verður mjög slæmt til klukkan ellefu, en þá snýst vindurinn og lægir.“

Ég sat hér heima um kvöldið og rétt fyrir klukkan ellefu um kvöldið vorum ég og Tárhildur grátkisa að fylgjast með ljósastaurunum sem svignuðu í rokinu fyrir utan gluggann. Síðan rölti ég inn í stofu og heyrði þá ekkert í veðrinu. Ég rölti þá aftur inn í herbergi og þá hafði veðrinu slotað. Þá var klukkan rétt orðin ellefu.

Því miður lagði ég ekki á mig nafn umrædds veðurfræðings, en svona nákvæmir menn eru gulls ígildi.


0 ummæli:Skrifa ummæli