miðvikudagur, desember 24, 2008

24. desember 2008 - Snillingur kveður

Í morgun lést sænski listamaðurinn Alf Robertsson einungis 67 ára að aldri. Það sem ég held að hafi hrifið flest það fólk sem hlustaði á hann, var meðferð hans á laginu við sænska þjóðsönginn og hvernig hann tengdi sænskt hversdagslíf við þjóðsönginn með nýjum upplesnum texta þar sem lagið við þjóðsönginn var spilað undir.

Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í að tala um ævi og störf Alf Robertsson, en hann var meðal fremstu sona Gautaborgar, en vísa til fréttar um hann í Dagens nyheter, en einnig þessarar snilldar sem finna má á http://www.youtube.com :

http://www.youtube.com/watch?v=-L4m6YTnbn8


http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=2374&a=867557


0 ummæli:Skrifa ummæli