mánudagur, desember 15, 2008

15. desember 2008 - Jólakortin

Einn af mínum föstu liðum fyrir hver jól er jólakortaritun. Ég geri ekkert endilega eins og algengt var á árum áður og margir gera enn, að safna kortunum frá því í fyrra og svara þeim, heldur reyndi ég fremur að miða við þá reglu að senda kort til þeirra sem ég hafði samskipti við á síðustu árum.

Þetta árið voru samskipti mín við útlönd aðeins minni en árin á undan sem leiðir af sér að jólakortum til útlanda fækkar talsvert á sama tíma og fjöldi jólakorta innanlands stendur nokkurn veginn í stað. Á hverju ári lofa ég mér því að byrja fyrr á korunum og á hverju ári gleymi ég mér þar til um miðjan desember og skrifa kortin á lokasprettinum. Núna skrifaði ég kortin til landa innan og utan Evrópu í gærkvöldi og tók góða rispu í kortum innan Norðurlandanna. Ég ætti því að vera búin með allann pakkann á þriðjudagskvöldið og get þá farið að kaupa afganginn af jólagjöfunum og lesa þessar bækur sem mér hafa áskotnast síðustu dagana.


0 ummæli:







Skrifa ummæli