Þegar ég kom í vinnuna á fimmtudagskvöldið var ömurleg sjónvarpsdagskrá í gangi, samansafn af vondum lögum víða að úr Evrópu og duldist þá engum að Júróvisjón var byrjað aftur þótt ætla mætti að keppninni hefði lokið í febrúar, allavega hvað Íslendinga snertir.
Þar sem ég sinnti verkefnum kvöldsins heyrði ég einhver léleg lög leikin og auglýsingar á milli, en gaf mér þó ekki tíma til að hlusta að ráði. Það var því ekki fyrr en hápunktar laganna voru leiknir í belg og biðu sem ég reyndi að hlusta og niðurstaðan var einföld. Ekkert laganna hlaut náð fyrir mínum eyrum, reyndar ekki frekar en hið útlenska framlag Íslands. Það verður kannski að segja framlagi Íslands til hróss að það sómir sér vel í hópi lélegra laga, enda er það einasta von þess um að ná langt á alþjóðlegum vettvangi.
Framlag Íslands er vissulega skárra en verstu lögin sem Ísland hefur sent í keppnina. Þó veitti ég því enga athygli lengi framan af þegar það var spilað, en þegar búið að var að spila það nógu oft til að það mætti verða áheyrilegt var ég búin að fá leið á því.
Loks legg ég til að Ríkisútvarpið spari sér kostnaðinn við Júrótrash keppnina í framtíðinni.
fimmtudagur, maí 14, 2009
15. maí 2009 - Júrótrash
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 23:53
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli