laugardagur, maí 16, 2009

16. maí 2009 - Friðlýsingin á skjön....

....við Natóaðild, segir í forsíðufyrirsögn í Fréttablaðinu í dag. Þar er haft eftir Bjarna Má Magnússyni að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um friðlýsingu Íslands gegn kjarnorkuvopnum sé í bága við skuldbindingar Íslands við Atlantshafsbandalagið.

Og hvað með það? Til þessa hefur Ísland verið sem þægur rakki í bandi stjórnvalda í Washington í kjarnorkumálum og löngu kominn tími til að breyta því. Það er kannski í lagi að bíða eftir að einhverjir ofbeldisfuglar í Nató fari að segja Íslandi fyrir verkum í þessum efnum, en sjálfsagt að því verði svarað með tafarlausri úrsögn úr Nató um leið og sparaðar verði talsverðar fjárhæðir með því að leggja nýstofnaða Varnarmálastofnun niður.


0 ummæli:







Skrifa ummæli