föstudagur, maí 29, 2009

30. maí 2009 - Ónæm fyrir skjálfta?

Það var víst jarðskjálfti nærri Grindavík á föstudagskvöldið og ég fann ekki neitt. Kannski var ekki mikið að missa af.

Fyrir réttu ári var ég á vaktinni þegar síðasti Suðurlandsskjálftinn reið yfir og fann ágætlega fyrir honum. Ég fann sömuleiðis mjög vel fyrir skjálftunum árið 2000, enda bjó ég þá uppi á sjöttu hæð í Hólahverfinu.

Ég held samt að ég sé ekki orðin ónæm fyrir jarðskjálftum þótt ekki hafi ég fundið þennan. En það er kannski ekki við miklu að búast þegar verið er að busla í baði og smáskjálfti suður með sjó breytir ekki miklu þar um.


0 ummæli:







Skrifa ummæli