laugardagur, september 13, 2008

13. september 2008 - Rússagrýla Geirs Haarde

Á fundi sem haldinn var höfuðvígi íhaldsins í dag reyndi Geir Haarde að vekja upp gamla Rússagrýlu. Þótt vissulega séu ástæður til að hafa áhyggjur af hernaði Rússa gegn fyrrum Sovétlýðveldinu Georgíu, þá stafar meiri ógn af öðru herveldi sem vaðið hefur yfir heiminn á skítugum skónum undanfarin ár.

Við höfum horft með skelfingu á Bandaríki Norður-Ameríku vaða yfir heiminn undir yfirskyni hryðjuverkaógnar undir stjórn stríðsglæpamannsins George Dobbljú Bush. Nú þegar við getum farið að hlakka til endaloka hans í embætti, kemur skyndilega upp sú staða að hætta er á að enn verra afturhald verði varamanneskja þar í landi til stuðnings öldruðu forsetaefni. Ef það hættulega par kemst til valda í Bandaríkjunum, verður virkileg ástæða til að óttast um öryggi heimsins.

Það væri nær fyrir Geir Haarde að hætta að vekja upp gamla drauga og muna að raunveruleg ógn kemur ekki frá vinaþjóð okkar í Austur-Evrópu og hefur ekki gert í nokkra áratugi, heldur kemur ógnin úr allt annarri átt.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/09/13/enn_stafar_ogn_af_hernadi_russa/


0 ummæli:







Skrifa ummæli