föstudagur, september 26, 2008

26. september 2008 - Hækkanir?

Sumarið 1967 var samþykkt í borgarstjórn Reykjavík að miða hitaveitugjöldin framvegis við byggingarvísitölu.Þá var ástandið orðið slíkt að fjárskortur var farinn að há Hitaveitunni þáverandi verulega, reyndar svo að árin á eftir var Hitaveitan í verulegri baráttu við Kuldabola, kalda vetur veturnar 1968 og 1969, en með auknum krafti í djúpborunum tókst að bægja vandamálunum frá um nokkurra ára skeið auk þess sem hitaveita var lögð í nágrannasveitarfélögin, Kópavog, Garðahrepp og Hafnarfjörð.

Eftir að Nesjavallavirkjun fór í gagnið árið 1990 sveikst Hitaveitan um fyrri loforð um hækkanir. Það var ekki talin þörf á hækkunum um langt skeið og Hitaveitan fór ekki eftir fyrri ákvörðunum borgarstjórnar og hitaveitugjöldin lækkuðu að raunvirði ekki síst eftir að R-listinn tók við völdum í Reykjavík árið 1994. Þau lækka enn að raunvirði þrátt fyrir einfalda 9,7% hækkun í 14% verðbólgu. Þá rekur bæjarráð Kópavogs upp ramakvein með stjúpson fyrrum hitaveitustjóra sem bæjarstjóra og mótmælir hækkuninni.

Þegar haft er í huga að bæjarstjóranum ætti að vera vel kunnugt um þörfina fyrir þessa hækkun, má velta því fyrir sér hvort mótmæli Kópavogs séu ekki af öðrum hvötum, t.d. sem tromp í bráttunni við Reykjavík vegna strandlengjunnar í Fossvogi sem og af öðrum hugsanlegum nágrannaerjum. Mér finnst þetta tromp hálfpartinn misheppnað.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/09/26/or_vantar_meira_fe/


0 ummæli:Skrifa ummæli