Eins og flestir vita eru ráðherrar með þokkaleg laun þar á meðal Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Hann eða starfsmenn hans hafa samt séð ástæðu til að fetta fingur út í laun ljósmæðra með málsókn á hendur þeim þótt sjálfir séu þeir með mun hærri tekjur.
Þetta kann að vekja furðu þegar haft er í huga að sjálfur er Árni menntaður sem lambaljósmóðir og ætti því að vera dyggasti stuðningsmaður ljósmæðra innan ríkisstjórnarinnar.
-----oOo-----
Svo fær Guðrún Helga vinkona mín og göngufélagi hamingjuóskir með hálfan fylltan áratug til viðbótar við örfáa aðra
þriðjudagur, september 16, 2008
16. september 2008 - Lambaljósmóðir!
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:13
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli