laugardagur, september 27, 2008

27. september 2008 - Leikhúsferð

Þótt ætla megi af fátæklegum viðbrögðum við síðunni minni að undanförnu að flestar lesendur mínar séu hættar að lesa bloggið mitt sem er vel, þá ætla ég samt að þrjóskast við og blogga lítilsháttar enn um sinn uns ég finn mér annað áhugamál.

Ég fór í leikhús á föstudagskvöldið. Í byrjun var ég í vafa um hvort ég ætti að þiggja boð um leikhúsferð, en sló loks til og mætti í Þjóðleikhúsið þar sem leikverkið Engisprettur var sýnt. Ég var hrifin af leikverkinu, ekki síst af leik aðalleikarans Sólveigu Arnarsdóttur sem og leiks klassísku leikaranna Arnars Jónssonar og Hjalta Rögnvaldssonar. Um leið voru leikendur sem stóðu sig ekki sem skyldi í leikritinu, að vísu ekki fjarri sínu besta, en kannski ekki í sínum bestu hlutverkum.

Um leið velti ég fyrir mér gamla snúningssviðinu, þessu risastóra sviði þar sem ég sá Kardemommubæinn í gamla daga, en virtist nú vera svo agnarsmátt.

Eftir sýninguna var rölt yfir á Næstabar og drukknir þar nokkrir öl án vandkvæða og haldið snemma heim.


0 ummæli:Skrifa ummæli