fimmtudagur, ágúst 14, 2008

14. ágúst 2008 - Vinir!

Ég álpaðist í leikhús á miðvikudagskvöldið. Kannski ekki fullburða leikhús með risastóru sviði og fjölda listamanna, en leikhús var það samt. Þetta var generalprufan á leikritinu Vinir eftir Símon Birgisson og var hún haldin í húsnæði Listaháskólans á Sölvhólsgötunni í Reykjavík.

Frumsýningin verður á föstudagskvöldið 15. ágúst í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpuvík, þið munið „Blóðrautt sólarlag“ en svo verða sýningar á Ísafirði á sunnudagskvöldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og svo verða fjórar sýningar í Reykjavík frá og með 19. ágúst sem enda með hátíðarsýningu á Menningarnótt 23. ágúst í Kassanum Þjóðleikhússins.

Ég verð að játa að þótt Símon Birgisson eigi náinn skyldleika í leikhúsið, þá datt mér ekki til hugar fyrirfram að hann gæti samið smellið og um leið flókið leikrit. Hann stóðst alveg væntingar mínar til hans.

Símon hafði sent nokkrum bloggskrifurum boð um að koma á generalprufuna, en eina manneskjan úr þeim hópi fyrir utan mig sem ég hitti þarna, var Lilja Guðrún og skemmti hún sér hið besta eins og aðrir gestir.


0 ummæli:







Skrifa ummæli