þriðjudagur, ágúst 05, 2008

5. ágúst 2008 - Hvar eru feministarnir núna?

Ég var með útvarpið í gangi á mánudagsmorguninn og heyrði þá vinsælt dægurlag á Rás 2, lag sem karlahópur Feministafélagsins hefur enn ekki gert athugasemd við þótt meira en aldarfjórðungsgamalt sé. Í texta lagsins er manni hrósað sem beitir konur líkamlegu ofbeldi og stundar framhjáhald með hinum og þessum og er hann að auki sagður öðlingsdrengur.

Mér finnst þetta hið versta mál og hvet karlahópinn, sem og Katrínu og Sóleyju til að taka málið til sín og skila álitsgerð um málið. Þar sem mig grunar að þessi texti hafi verið fluttur á fjölskylduskemmtun í Laugardalnum í Reykjavík á sunnudagskvöldið, birti ég hann hér öðrum til viðvörunar.

Út í Eyjum
býr Einar kaldi,
er hann hér enn?
Hann var öðlingsdrengur,
já svona eins og gengur
um Eyjamenn.
Í kvenmannsholdið
kleip hann soldið.
klípur hann enn?
Hann sigldi um sæinn
svalan æginn
siglir hann enn?
Við spyrjum konur og menn

Allir saman nú! Tra la la...
hann bjargaði sér fyrir björgin dimm
Tra la la... þær báðu hans einar fimm.

Hann unni einni
Önnu hreinni,
ann hann henni enn?
En hvar er Anna, elsku Anna?
Við spyrjum konur og menn:
Hann sást með Guddu,
sætri buddu,
í suðlægri borg
En Anna situr
ein og bitur
í ástarsorg.

Allir saman nú! Tra la la…
Hann bjargaði sér fyrir björgin dimm
Tra la la…Þær báðu hans einar fimm.

Mér er sem ég sjái hann Einar kalda.
mér er sem ég sjái hann Einar hér.
::Er hann kannski búinn að tjalda við hliðina á þér?;:


0 ummæli:Skrifa ummæli