þriðjudagur, ágúst 26, 2008

26. ágúst 2008 - Fáránlegt nafn!

Eftir atburðina í New York í september 2001 minnir nafn viðskiptamiðstöðvarinnar World Trade Center á hryðjuverk og morð. Því vekur það furðu og hlýtur að draga úr alvöru málsins að kalla viðskiptamiðstöð í Reykjavík fyrir World Trade Center samanber Morgunblaðið í dag. Aldrei myndi ég þora að stunda viðskipti í húsi sem heitir slíku nafni eftir atburðina fyrir sjö árum, myndi sennilega líða illa af því einu að koma inn í slíkt hús.

Þar fyrir utan væri skynsamlegt að finna eitthvað gott og gilt íslenskt nafn á húsið, t.d. Sparibaukinn eða Auramusterið.

Einn lagði til að húsið yrði kallað Babelsturninn :)

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/08/26/vidskiptamidstod_slegid_a_frest/


0 ummæli:







Skrifa ummæli