Það er gúrkutíð í bloggheimum. Fremur en að blogga um að maður hafi ekið á hest á mótorhjóli eða um misþyrmingar á hundi í poka, er betra að þegja, ekki síst þegar ég er í fullri vinnu alla daga.
Mér finnst því heppilegt að hvíla mig í nokkra daga á blogginu. Vonandi að það gangi betur en síðast þegar ég ætlaði að fá mér smápásu frá bloggi.
Svo nenni ég ekki að blogga um hækkun á hámarkshraða á bestu vegum Svíþjóðar úr 110 km í 120 km. Besservisserarnir myndu sennilega reyna að skjóta mig í kaf um leið, en hvað um það. Þetta er staðreynd engu að síður.
fimmtudagur, ágúst 28, 2008
28. ágúst 2008 - Letiblogg
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 01:05
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli