sunnudagur, ágúst 17, 2008

17. ágúst 2008 - Um nefndir og ráð í borgarkerfinu

Í útvarpsfréttum á laugardagsmorguninn, eða var það í hádeginu, var það haft eftir Óskari Bergssyni að ekki verði endilega valið í ábyrgðarstöður í stjórnum og nefndum borgarinnar á vegum Framsóknarflokksins eftir því hvort fólk hafi verið á framboðslistum flokksins.

Ég fagna þessu auðvitað innilega og veit um mjög hæfan mann til að setjast í stjórn Orkuveitunnar á vegum Framsóknarflokksins þótt vissulega hafi viðkomandi verið neðarlega á lista flokksins við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Maðurinn er ekki bara hæfur, heldur þekkir hann vel til innviða Orkuveitunnar og vel kynntur meðal margra starfsmanna fyrirtækisins, enda var hann stjórnarformaður í mörg ár.

Auk þess grunar mig að Alfreð sé á lausu um þessar mundir.


0 ummæli:







Skrifa ummæli