þriðjudagur, mars 10, 2009

10. mars 2009 - Jóhanna Sigurðardóttir

Nú þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ákveðið að leggja stjórnmálin á hilluna um sinn, er full ástæða til að velta fyrir sér hver taki við keflinu af henni. Jóhanna Sigurðardóttir hefur hafnað því að taka við formennskunni svo ætla mætti að nú væri að hefjast slagur um forystuna í Samfylkingunni.

Ég er ekki viss um að slagur um formennsku sé heppilegur um þessar mundir. Þótt finna megi nokkra góða frambjóðendur í formannsstólinn, er nóg að kljást við andstæðingana í kosningabaráttunni þótt ekki sé verið að berjast innbyrðis um völd. Því verðum við öll að hvetja reynsluboltann Jóhönnu Sigurðardóttur til að bjóða sig fram til formanns og við munum öll standa á bakvið hana í baráttunni fyrir betra samfélagi.

-----oOo-----

Ég vil halda áfram að minna á heimasíðu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur sem er í framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar og hvet ég alla sem eiga kosningarétt í prófkjörinu, að merkja við hana í 3. sæti og helst ekki neðar en í 5. sæti.

http://sigriduringibjorg.is


0 ummæli:







Skrifa ummæli