Hestaeigandi bauð bónda einum skipti á hrossum og þótt hann héldi því fram að um mikinn gæðing væri að ræða, afþakkaði bóndi því eins og hann sagði eftirá:
„Þótt minn hestur sé bæði gamall og haltur, þá þekki ég hann og fer aldrei að skipta á honum og einhverju hrossi sem ég þekki ekki.“
Samþykktin á landsfundi Sjálfstæðisflokksins gegn Evrópusambandinu var af sama toga. ef við fáum einungis að sjá gallana við Evrópusambandið eða fáum ekki að vita kostina, er mjög líklegt að þjóðin hafni því að hefja samningaviðræður um inngöngu í Evrópusambandið og við fáum að búa áfram við einangrun, ónýtan gjaldmiðil og óðaverðbólgu. Þessi tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðsla er því vilji hatrömmustu Evrópusambandsandstæðinga, ekki einvörðungu í Sjálfstæðisflokknum, heldur og manna á borð við Hjörleif Guttormsson og Ragnar Arnalds.
Því segi ég, hefjum samningaviðræður við Evrópusambandið. Ef þær skila engu, verður viðræðunum sjálfhætt, annars lýkur þeim með samkomulagi sem að sjálfsögðu verður borið undir þjóðaratkvæði til samþykkis eða synjunar.
föstudagur, mars 27, 2009
28. mars 2009 - Af Evrópusambandssamþykkt Sjálfstæðisflokksins
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 23:39
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli