Eftir hremmingar síðustu viku er ég fékk hræðilegt yfirlit yfir söfnunarlífeyristryggingu mína ákvað ég að nota tveggja tíma hvíld á milli vaktar og læknisheimsóknar, koma við hjá Kaupþingi og segja upp söfnunarlíftryggingu minni. Sem ég og gerði.
Er ég kom á staðinn tók stúlka ein á móti mér með brosi á vör. Ég fór að afsaka mig, en brynjaði mig upp í að vera eins og umboðsmaður neytenda hjá Spaugstofunni, sagði upp lífeyristryggingunni minni, fyllti út skjöl þar að lútandi, þakkaði fyrir mig og hélt á braut. Og alltaf var stúlkan jafn þægileg og einlæg.
Er ég ók í burtu fann ég fyrir trega. Ekki vegna þess að ég væri að gera neitt rangt, heldur vegna þess hve vel var tekið á móti mér og mál mitt afgreitt fljótt og vel.
KB-líf má eiga það að þar er frábært starfsfólk.
þriðjudagur, mars 03, 2009
3. mars 2009 - Enn um söfnunarlífeyristryggingu
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:25
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli