föstudagur, mars 13, 2009

13. mars 2009 - Örvhentir Íslendingar

Fyrir nokkru ritaði ég stuttan pistil um örvhenta Bandaríkjaforseta, en það hefur orðið mikil fjölgun í stéttinni með þeim Reagan, gamla Bush, Clinton og nú síðast Obama, en undanvillingurinn hans gamla Bush, þ.e. George Dobbljú Bush er að sjálfsögðu öfgasinnaður hægrimaður á öllum sviðum og skrifar með hægri.

En það eru fleiri örvhentir en Bandaríkjaforsetar og ég. Má þar nefna Leonardo da Vinci, Michelangelo, Paul McCartney, Jóhönnu af Örk, Victoriu drottningu, Ayrton Senna og sjálfa hönd Guðs, Diego Armando Maradona (við skulum ekkert hafa hátt um þann síðastnefnda)

Á miðvikudagskvöldið var ég stödd á kynningarfundi frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar. Þar sem ég sat við borð ásamt hópi fólks, veitti ég því athygli að uppáhaldsframbjóðandinn minn í prófkjörinu tók upp penna og hóf að rita hjá sér athugasemdir á blað og að sjálfsögðu notaði hún vinstri hendina.Þetta gladdi auðvitað mitt vinstrisinnaða hjarta, en um leið fór ég að velta fyrir mér hvaða þekktir Íslendingar eru örvhentir. Einhverjar uppástungur?

-----oOo-----

Enn og aftur vil ég svo hvetja Samfylkingarfólk að fara inn á http://samfylking.is/ og greiða þar atkvæði. Þá er ekki úr vegi að muna okkar konu í prófkjörinu, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur en lesa má um hennar hjartans mál á síðunni

http://sigriduringibjorg.is/


0 ummæli:







Skrifa ummæli