Sem eitt þessara barna sem ólust upp á barnaheimili, fjarri foreldrunum, var algjör óþarfi að biðja mig afsökunar á einu né neinu. Þrátt fyrir neikvæða umræðu um barnaheimilið Reykjahlíð þar sem ég eyddi stórum hluta æskunnar, leið mér vel þar og tel að ég hafi farið þaðan betri manneskja en þegar ég kom þangað. Flest þau börn sem ég hefi rætt við eftir að umræðan kom upp um vond barnaheimili, eru mér sammála og höfum mörg okkar gefið skýrslu þar að lútandi til nefndar um vistheimili sem er að vinna í þessu máli.
Um leið vil ég þakka Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir afsökunarbeiðni hennar gagnvart Breiðavíkurdrengjum og öðrum þeim börnum sem telja sig hafa verið misrétti beitt í æsku. Það er í sjálfu sér lítið verk að biðja fólk afsökunar á misgjörðum þeim sem framkvæmdar voru af stjórnvöldum, en samt treysti Geir Haarde sér ekki til að segja þessi orð á formlegan hátt og er það í samræmi við önnur embættisverk hans í forsætisráðuneytinu. Nú hefur Jóhanna tekið af skarið og er hún enn meiri manneskja fyrir bragðið.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/12/afsokunarbeidni_vegna_breidavikur/
fimmtudagur, mars 12, 2009
12. apríl 2009 - Óþarfi að biðja mig afsökunar!
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 13:07
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli