þriðjudagur, júlí 18, 2006

18. júlí 2006 - Aumingjablogg



Það verður fátt sagt að sinni. Ég var á dagvakt allan daginn og hafði ekkert hugsað út í blogg þegar ég kom heim. Ég var rétt komin heim af vaktinni þegar ég fékk heimsókn og þurfti svo að hlaupa í burtu að bjarga Hrafnhildi ofurkisu niður úr tré, en einn stór og mikill nágrannaköttur hafði reynt að koma fram vilja sínum við hana með þessum afleiðingum. Fyrir bragðið var ég gjörsamlega tóm í höfðinu er ég átti að semja eitthvað, því eins og haft er eftir Wittgenstein: “Um það er menn eigi vita, eiga þeir að þegja.”

Athugið, að til að fá aðeins skýrari mynd er bara að klikka á þær.


0 ummæli:







Skrifa ummæli