miðvikudagur, febrúar 13, 2008

13. febrúar 2008 - Af læknisheimsókn

Úr því Gurrí fær þúsundir heimsókna út á heimsókn sína til læknis í morgun, get ég alveg sagt frá minni heimsókn til læknis á sama tíma.

Öfugt við hinn pólskfædda Boldaðdáanda sem Gurrí heimsótti, þá ræddum við, þ.e. ég og hinn íslenski heimilislæknir bara um blogg og gönguferðir auk engra hjartsláttartruflana og aðeins of hás blóðþrýstings. Ég þarf að prófa að vekja athygli hans á Boldinu hennar Gurríar þegar ég kem til hans næst.

Eftir að hafa villst í uppsveitum Kópavogs fann ég svo leiðina heim og hefi ekki farið úr húsi síðan þá.

Annars er ég enn að velta þessu Moggabloggi fyrir mér. Ef ég skrifa lærðar greinar um heimspeki eða kynáttunarvanda, dettur áhuginn niður og enginn nennir að lesa mig. Ef mér leiðist og fer að bulla eitthverja vitleysu um pólitík, fæ ég þúsundir heimsókna á síðuna þar á meðal einhvern slatta af furðufuglum sem vita ekki bara alla hluti betur en ég, heldur finna sumir hverjir mér allt til foráttu í lífinu.

Af hverju getum við ekki bara öll verið vinir? Hér í jaðri Hálsaskógar eru öll dýrin vinir.

-----oOo-----

Þessi færsla var í boði Árbæjarapóteks sem sér mér fyrir blóðþrýstingslyfjum og kalktöflum á sanngjörnu verði. Lyf og heilsa hvað?


0 ummæli:







Skrifa ummæli