miðvikudagur, febrúar 20, 2008

20. febrúar 2008 - Ábyrg fjármálastjórn?

Ábyrg fjármálastjórn er lykilatriði í stefnu núverandi meirihluta sagði núverandi formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í viðtali við útvarpið í dag er hann svaraði orðum Dags B. Eggertssonar um svik á loforðum Sjálfstæðisflokksins.

Næst fáum við væntanlega að heyra að kaup mín sem útsvarsgreiðanda á húsunum að Laugavegi 4-6 sem og kostnaður minn við niðurrif toppstöðvarinnar við Elliðaár séu dæmi um ábyrga fjármálastjórn núverandi meirihluta.

Er nema von að sumir ónefndir borgarfulltrúar og aðstoðarmenn þeirra fái hiksta er ég hugsa til þeirra?

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4371151/3


0 ummæli:







Skrifa ummæli