þriðjudagur, febrúar 26, 2008

26. febrúar 2008 - Um Breiðafjarðarferjuna Baldur

Fréttablaðið upplýsti í morgun að Breiðafjarðarferjan Baldur hafi verið seld einkavinum Sturlu Böðvarssonar fyrir tveimur árum án útboðs fyrir rúman þriðjung af raunvirði skipsins. Þetta var fyrir kosningar og þá var Sturla ennþá samgönguráðherra. Ári síðar var hann verðlaunaður fyrir vond störf sín með því að hann var gerður að forseta Alþingis. Núna kemur hneykslið í ljós með söluna á Baldri.

Af hverju hefur ekkert heyrst um þetta mál fyrr? Hvar voru fjölmiðlarnir þegar þessi sala átti sér stað? Er ekki kominn tími til að fara yfir embættistíma og embættisfærslur Sturlu Böðvarssonar í smáatriðum frá fyrsta degi til hins síðasta?


0 ummæli:







Skrifa ummæli