þriðjudagur, febrúar 26, 2008

26. febrúar 2008 - Fræknir feðgar

Allur bloggheimur hristist nú af vandlætingu yfir dómi héraðsdóms gegn Gauki Úlfarssyni vegna orða hans um ónefndan blaðafulltrúa Impregilo og ég fór að líta á ættir drengsins.

Gaukur er fæddur sama dag og Pinochet framdi blóðuga byltingu í Chile og lét m.a. myrða réttkjörinn forseta landsins, sjálfan Salvadore Allende, þ.e. 11. september 1973. Þetta er sami dagurinn og Bandaríkjamenn fengu að finna fyrir árásum 28 árum síðar.

Úlfar Þormóðsson faðir Gauks, var dæmdur fyrir guðlast þegar hann var ritstjóri Spegilsins ef mig misminnir ekki. Þá olli hann talsverðum titringi meðal frímúrara með ritum sínum um frímúrararegluna. Hann þótti sjálfur dálítið grófur og óvandur að meðulum sem blaðamaður og auglýsingastjóri Þjóðviljans sáluga þótt hann hafi farið að spekjast með árunum, en samt, hinn ágætasti félagi og friðarsinni.


0 ummæli:







Skrifa ummæli