fimmtudagur, ágúst 10, 2006

10. ágúst 2006 – Kertafleyting


Á miðvikudagskvöldið hélt ég niður að Tjörn til þátttöku í árlegri kertafleytingu í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki árið 1945. Rigningarspá gerði það að verkum að ekki var jafnfjölmennt og hefur verið síðustu ár, en þó mjög ásættanlegt. (P.s. Það var fjölmennt þó varla væri sett met í þetta sinn) Það var heldur ekki sami ættarmótsbragurinn og var oft á árum áður, en eins og félagi SIA orðaði hlutina, þá halda gamlir vinstrimenn ættarmót tvisvar á ári, við kertafleytinguna á Tjörninni og í friðargöngunni á Þorláksmessu. Ég saknaði margra gamalla félaga úr baráttunni, en á móti kom að margt ungt fólk var við Tjörnina sem ég hafði ekki hitt áður.

Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður með meiru var kynnir við kertafleytinguna og stóð sig með prýði eins og hans er von og vísa. Sömu sögu er að segja af magnaðri ræðu Guðrúnar Guðmundsdóttur sem vakti fólk til umhugsunar um eðli styrjalda.

Ég vildi hitta sem flesta bloggara á staðnum, en rakst á fáa þeirra. Kollegi frú Guðríðar frá Fróða var þarna þótt ekki sé hann bloggari. Hinsvegar hitti ég ekki Guðríði sjálfa þótt hún hefði fengið ókeypis far á Skagann með mér á vinstrigrænum Súbarú hefði hún mætt og hitt mig. Kannski lesa færri bloggið mitt en ég vil trúa. ég þarf að athuga hvort refresh takkinn á lyklaborðinu hafi ekki festst niðri. Svo var Birna vinkona Þórðardóttir á staðnum að venju. Þá sýndist mér ég sjá glitta í félaga Álfheiði, en var ekki viss þar sem ég er fremur ómannglögg.

Svo er kveðja til Vals sem ekki komst frá Steinunni sem kom. :)


0 ummæli:Skrifa ummæli