föstudagur, ágúst 18, 2006

18. ágúst 2006 - 2. kafli - Rekin á dyr!!!

Í útvarpsfréttum í morgun var sagt frá kristinni sjö manna fjölskyldu í Berlín í Þýskalandi sem sagt hefur verið upp íbúðinni vegna hávaða. Fram kom í fréttinni að ástæða uppsagnarinnar hefði verið hávaði, en fjölskyldan hefði viðhaft háværar bænir í þeim tilgangi að halda djöflinum í burtu.

Mér þótti fréttin merkileg, þá helst fyrir þá sök að fjölskyldan taldist kristin samkvæmt fréttinni. Einasta fólkið sem ég veit sem er umsetið "djöflum", er fólk sem getur ekki talist kristið, brýtur gróflega á réttindum annarra og hefur gleymt kærleikanum og fyrirgefningunni. Þetta fólk er hlynnt dauðarefsingum og brýtur þannig á boðorðum biblíunnar, gjarnan fólk sem er í sértrúarsöfnuðum og þar birtist þeim djöfullinn með biblíuna í annarri hendi, en sverðið í hinni og guðsorð á munn.


0 ummæli:Skrifa ummæli