föstudagur, ágúst 18, 2006

18. ágúst 2006 - Segir fátt af einni

Héðan er fátt að frétta þessa dagana. Ég svaf frameftir degi í undirbúningi fyrir næturvaktina, en eftir nauman hádegismat fékk ég mér hádegislúr og vaknaði klukkan þrjú til að hleypa kisu inn, en ég hafði hent henni út þegar ég fór á fætur skömmu fyrir hádegið. Nú sit ég hér á vaktinni í næsta húsi við kisurnar og vona að þær séu ekki með eitthvað næturteiti á meðan ég er hinum megin við götuna.

Ég er farin að hafa áhyggjur af Þórði og Framsóknarflokknum.

-----oOo-----

Ég læt svo heyra í mér ef mér skyldi detta eitthvað gáfulegt til hugar


0 ummæli:Skrifa ummæli