sunnudagur, nóvember 11, 2007

11. nóvember 2007 - Sælubros?

Á föstudagskvöldið tók ég þátt í vinnustaðateiti í vinnunni minni, en hugðist halda þaðan niður í bæ, tók upp símann og hringdi heim til vinkonu minnar til að athuga hvort hún vildi skreppa með.

Það var svarað hinum megin og ég heyrði strax að þetta var ekki vinkonan svo ég sagði strax: “Sæl. Er mamma þín heima?”

Það kom smáþögn í símann hinum megin en svo var mér sagt að vinkonan hefði skroppið til útlanda og þetta væri móðir hennar. Ég er viss um að móðirin sem komin er á áttræðisaldur sé enn með sælusvip eftir að hafa verið ruglað saman við 18 ára barnabarn sitt.


0 ummæli:







Skrifa ummæli