miðvikudagur, nóvember 28, 2007

28. nóvember 2007 - II - 158 farsímar!

Ég heyrði í fréttum Ríkisútvarpsins að í Lúxemburg væru 158 farsímaáskriftir á hverja 100 íbúa landsins. Það þykir mér mikið. Ef allir farsímar landsins væru í notkun í einu, þyrfti rúmlega helmingur landsmanna að tala í tvo síma samtímis.

Í gegnum hugann fer minning um mann. Þetta var snyrtilegur ítalskur maður á milli þrítugs og fertugs sem virtist þykja ákaflega vænt um hana mömmu sína og hann átti tvo farsíma, notaði einn síma til að tala við mömmu sína og annan til að tala við félagana eða Drottinn allsherjar. Ég sá hann fyrst á flugvellinum í Stansted í Englandi þar sem hann var talandi á leið til Tórínó eins og reyndar og fleiri samanber frásögn frá þeim tíma:

http://velstyran.blogspot.com/2006/11/18-nvember-2006-tali-me-tvo-farsma.html

Þar sem ég set þessa frásögn á skjá, heyri ég í Bryndísi Odds (Britney Spears) syngja með sinni hugljúfu rödd frammi í eldhúsi. Ég þarf ekkert að vera í vafa um hvaða sími er að hringja. Hinn síminn syngur með rödd Freddý heitins Mercury.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item179154/


0 ummæli:Skrifa ummæli