þriðjudagur, nóvember 27, 2007

27. nóvember 2007 - Hross gera gagn!

Þessi fyrirsögn kemur Íslendingum að sjálfsögðu lítið á óvart, en notagildi íslenska hestsins er æ meir að sanna sig í útlöndum, ekki síst í Svíþjóð þar sem íslenskir hestar hafa verið notaðir í ein fimmtán ár til skemmtana og æfinga fyrir börn með skerta hreyfigetu og börn með einhverfu og ADHD.

Á dögunum var ágæt grein í Dagens nyheter um ágæti íslenskra hesta á hestabúgarði á Drottningholm nærri Stokkhólmi, þ.e. ekki langt frá heimili Kalla kóngs. Í greininni eru gæði hestsins dásömuð til þroska fyrir þessi börn og þá ekki síst þau tengsl sem myndast oft á milli barnanna og hestsins.

Ekki ætla ég að apa allt upp sem stendur í greininni, enda áhugi minn á hestum ákaflega takmarkaður, hvort heldur þeir eru notaðir til reiðar eða saltaðir úr tunnu.

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=1298&a=719223


0 ummæli:







Skrifa ummæli