föstudagur, nóvember 09, 2007

9. nóvember 2007 - Ekki gleyma lýsinu!!!


Á mínum yngri árum voru óþekkir krakkar skilgreindir sem villingar og þaðan af verra. Sumir voru í sífelldum útistöðum við umhverfi sitt og einhverjir leikfélaganna voru sendir í sveit vegna þess hve illa þeim gekk að aðlagast umhverfi sínu. Nú eru til nöfn á vandamálunum og meðal þeirra er ADHD (Attention Deficit Hyperactivity Disorder) sem ég kann ekki að skilgreina frekar en mun eiga við börn með athyglisbrest með eða án ofvirkni.

Á dögunum birtist ákaflega áhugaverð grein í Dagens nyheter um árangur af notkun lýsis fyrir börn með ADHD eða athyglisbrest og ofvirkni. Samkvæmt sænskri rannsókn sem birt var á ráðstefnu í Bandaríkjunum í gær, reyndist lýsið bæta líðan 35% barna með vægari tegund ADHD á meðan aðrar aðferðir reyndust miklu mun léttvægari.

Ekki er tekið fram hvort um sé að ræða ufsalýsi, þorskalýsi eða þá hákarlalýsi, en allt er það bráðhollt þótt enginn sé athyglisbresturinn.

Ekki ætla ég að hætta mér út í ítarlegri umræður um ADHD, enda hefi ég ekki mikið vit á vandamálinu, en þó er gamla reglan enn í fullu gildi að lýsið er allra meina bót!

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?a=713435


0 ummæli:







Skrifa ummæli