miðvikudagur, desember 12, 2007

12. desember 2007 - Keflavíkurvegurinn og jólasveinaseglar

Ég keyrði fólk suður á Miðnesheiðarflugvöll í nótt. Leiðinleg þessi morgunflug.

Þótt vissulega væri Keflavíkurvegurinn orðinn að einum saltpækli, var ekki sömu sögu að segja um efribyggðir í Reykjavík og íbúðargötur í Kópavogi. Eins gott að vinstrigræni eðalvagninn er fjórhjóladrifinn svo spara má nagladekkin.

Ég fékk á tilfinninguna að einhver rassía væri í gangi hjá lögreglunni því ég kom þrisvar að þar sem lögregla virtist hafa stöðvað fólk fyrir hraðakstur eða ölvun.

-----oOo-----

Um daginn keypti ég tvo pakka af jólasveinaseglum á ísskápa til áminningar börnum sem vandræðast með nöfn þessara ágætu heiðursmanna. Þetta ætlaði ég mínum eigin barnabörnum. Hvar sem ég kom, vildu allir eignast svona og áður en varði hafði ég selt á annan tug slíkra pakka. Að endingu varð ég að skreppa upp í Mosó og kaupa fleiri svo eigin barnabörn fengju líka svona sniðuga segla.

Þessir bráðsniðugu seglar eru enn til og seldir í Innrömmun E.S.S. Háholti 13-15 í Mosfellsbæ, við hliðina á Mosfellsbakarí. Einnig er hægt að fá svona pakka í leikskólum Mosfellsbæjar og hjá riturum Varmárskóla og Lágafellsskóla. Hver pakki kostar aðeins 1300 krónur og ágóðinn rennur beint til styrktar Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Netfang skólahljómsveitarinnar er skomos@ismennt.is

Þess má geta að upphafsmaðurinn að þessari ágætu skólahljómsveit var Birgir Sveinsson kennari og síðar skólastjóri Varmárskóla, en hann varð fyrir þeim hræðilegu örlögum að þurfa að kenna mér lexíurnar mínar í nokkur ár frá því hann kom úr námi árið 1960.


0 ummæli:







Skrifa ummæli