föstudagur, desember 28, 2007

28. desember 2007 - II - KáErr skal hann heita!


Nei, það er ekki búið að ákveða nafn á nýfæddan sonarson minn og þótt hann eigi heima í námunda við KR-heimilið, efast ég um stuðning foreldra hans við Knattspyrnufélag Reykjavíkur.

Ungt par í Stokkhólmi, bæði miklir aðdáendur íþróttafélagsins Hammarby, eignaðist son fyrir einu og hálfu ári síðan og var ákveðið að drengurinn skyldi bera gælunafn íþróttafélagsins og var því nefndur Bajen. En að skíra drenginn þessu nafni kom ekki til mála að mati yfirvalda. Bajen er ekki gott og gilt sænskt nafn og því var nafninu hafnað. Foreldrarnir, Eva Holmberg og Pär Enqvist, sættu sig ekki við þennan úrskurð og kærðu höfnunina til länsrätten sem nú hefur fellt þann dóm að drengurinn skuli fá að heita Bajen til heiðurs uppáhaldsíþróttafélaginu.

Nú heitir drengurinn sínu fulla nafni, William Bajen Erik Enqvist.

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=554&a=728535


0 ummæli:Skrifa ummæli