miðvikudagur, desember 26, 2007

27. desember 2007 - Það var svo erfitt...

...að vakna að morgni annars í jólum og staulast í vinnuna. Ekki var það vegna þynnku því ég hafði ekkert smakkað á jóladag annað en góðan mat og drukkið malt og appelsín með matnum. Eins gott að vaktin var róleg.

Áður en dagurinn var allur, hafði ég þó afrekað að sinna vaktinni skammlaust, lesa heila bók (þunna), sjá þriggja tíma kvikmynd með öðru auganu (mér finnst ég hafa séð hana áður) og fara í heitt og gott bað áður en blogg dagsins var skrifað.

Ég vona samt að heilsan sé ekki að versna, enda margir góðir dagar framundan áður en kemur að niðurrifi jólaljósa í grámósku janúarmánaðar.


0 ummæli:







Skrifa ummæli