fimmtudagur, maí 15, 2008

15. maí 2008 - Make my day!

Ég átti erindi út á pósthús á miðvikudagseftirmiðdaginn þar sem ég átti sendingu geymda. Konan sem afgreiddi var hvers manns hugljúfi, bauð öllum góðan daginn og kvaddi sérhvern viðskiptavin með persónulegri kveðju. Ég var í fremur syfjuðu skapi, þoldi illa að yrt væri á mig eftir síðustu næturvakt og vildi helst flýta erindi mínu og án neinna óþarfa bragða.

Þegar ég gekk út úr pósthúsinu fann ég hvernig ég var orðin miklu léttari í skapi. Einhvernveginn var deginum bjargað og allt leit miklu betur út en áður en ég fór og sótti sendinguna á pósthúsið.

Getur það virkilega verið að einfaldur hlýleiki í mannlegum samskiptum geti haft svona mikið að segja?

-----oOo-----

Svo finnst mér að bifreiðarstjórinn á bifreiðinni RO-038 mætti tala aðeins minna í gemsann sinn og einbeita sér þess í stað að umferðinni. Þá myndi umferðin einnig ganga miklu betur.


0 ummæli:Skrifa ummæli